Ábyrga og yfirvegaða lögreglu Ögmundur Jónasson skrifar 21. mars 2013 07:00 Hið gamalgróna félag Varðberg, sem lét mjög til sín taka á kaldastríðstímanum, fundaði í Þjóðminjasafninu í vikunni sem leið. Fréttablaðið greindi skilmerkilega frá fundinum á föstudag undir fyrirsögninni: „Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu.“ Og í undirfyrirsögn eru aðalatriðin í málflutningi aðalræðumannsins, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dregin saman á eftirfarandi hátt: „Stefán Eiríksson segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna.“Á Varðbergi Þetta eru nokkuð sverar yfirlýsingar og væri fróðlegt að fá frekari skýringar frá lögreglustjóranum. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og formaður stjórnar Varðbergs, tekur að vanda þátt í hræðsluáróðrinum og segir á vefsíðu sinni: „Ögmundur Jónasson stendur gegn þróun löggjafar í þessu efni, ekki megi veita heimildir til forvirkra rannsókna gagnvart hópum sem berjist fyrir ákveðnum skoðunum. Þetta viðhorf er vísasta leiðin til að skapa skjól fyrir öfgahópa sem svífast einskis til að vinna málstað sínum brautargengi.“ Til að útskýra aðeins bakgrunn þessarar umræðu þá er ákall um „forvirkar rannsóknarheimildir“ vanalega sett fram með vísan til þeirra heimilda sem leyniþjónustur hafa í nágrannaríkjunum. Sjaldnast er hins vegar greint hvað nákvæmlega á að felast í þessum heimildum hér á landi en þeir sem þær vilja láta ekkert tækifæri ónotað til að kalla eftir þeim. Þennan málflutning heyrum við frá nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar, auk fyrrverandi dómsmálaráðherra og stöku stjórnendum innan lögreglunnar.Alltaf sama viðkvæðið Ef vá steðjar að þá er lausn þessara aðila: Forvirkar rannsóknarheimildir! Sem dæmi má nefna að þegar fréttir bárust af glæpamanni sem talinn er hafa beitt tugi barna kynferðislegu ofbeldi voru viðbrögðin þau að lögreglan þyrfti frekari rannsóknarheimildir. Staðreyndin er hins vegar sú að þær heimildir sem þá var kallað eftir eru þegar fyrir hendi, að því gefnu að rannsókn beinist að manni sem grunaður er um alvarleg afbrot, í samræmi við þær meginlínur sem lagðar eru af Mannréttindadómstóli Evrópu. Þegar ráðist var í samhent átak til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi var viðkvæðið að átakið væri orðin tóm ef ekki fylgdu ótakmarkaðar rannsóknarheimildir lögreglu. Ég vildi hlusta á varnaðarorð lögreglunnar, einkum þeirra sem eru hófsamari í nálgun, og setti því af stað vinnu við samningu frumvarps sem var ætlað að koma til móts við óskir um heimildir vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og þá einmitt með því að tengja rýmri heimildir við það brot á hegningarlögum sem skipulögð brotastarfsemi er, m.ö.o. að láta lagaheimildir einskorðast við þá ógn sem var talin þeim til réttlætingar.Þörf á góðri dómgreind Slíkt frumvarp lagði ég fram á Alþingi. En nú bregður svo við að ýmsir telja fjarri því gagnlegt að fá slíkar rannsóknarheimildir, þær þyrftu að ná utan um fleiri óskilgreinda brotaflokka og heimila opnari túlkun. Þegar ekki er fallist á slíkt þá mæta fyrrgreindir málsvarar í fjölmiðla og á fundi hjá Varðbergi og segja að verði ekki farið að þeirra vilja þá verði hér framið hryðjuverk á næstu tíu árum og að skipulögð glæpastarfsemi færist út á göturnar. Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða um ókominn tíma en staðreyndin er sú að mörg ríki sem hafa þurft að þola hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi á götum úti, hafa lögreglu sem hefur víðtækar njósnaheimildir. Og enn fremur þá hefur innlent átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi þegar skilað ótvíræðum árangri. Þennan málflutning er því erfitt að skilja nema það vaki fyrir mönnum að knýja fram breytingar með því að hræða fólk. Það hefur aldrei gefist vel. Hræðslan truflar dómgreindina.Skýr og markviss lög Það frumvarp til breytinga á sakamálalögum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vísaði til í erindi sínu hjá Varðbergi og rataði í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins var samið af Réttarfarsnefnd að minni ósk og liggur nú fyrir Alþingi. Þar eru gerðar tillögur um að skilgreina og skýra rannsóknarheimildir lögreglu sem krefjast dómsúrskurðar, s.s. til að hlera síma fólks eða nota eftirfararbúnað. Í stað þess að skírskota til tiltekins refsiramma brota sem viðkomandi er grunaður um að fremja eða að ríkir einka- eða almannahagsmunir séu fyrir hendi, eins og kveðið er á um í núgildandi lögum, skulu bæði þessi skilyrði vera til staðar en refsiramminn er þó færður úr átta árum í sex ár. Að auki fengist heimild til notkunar þessara rannsóknarúrræða ef um er að ræða mansal, skipulagða glæpastarfsemi, gróft ofbeldi, brot gegn nálgunarbanni og nokkra aðra skilgreinda glæpi sem ekki flokkast undir þann refsiramma sem kveðið er á um í frumvarpinu en eru sannanlega alvarleg brot og ógn við samfélagið. Í greinargerð eru síðan skýrari skilgreiningar en nú er að finna í lögum og er þannig m.a. leitast við að skýra hvað átt er við með hugtökunum almannahagsmunir og einkahagsmunir. Hefur verið kallað eftir þessu um skeið, enda mikilvægt að rannsóknarheimildir lögreglu séu skýrar og að sem minnstu matskenndar.Þörf á málefnalegri umræðu Mikilvægt er að fá fram vel ígrundaða og málefnalega gagnrýni á þetta frumvarp. Hvaða alvarlegu brot eru það sem menn hafa áhyggjur af að gætu ekki fallið undir þennan ramma? Hvað er það í þessum breytingum sem talið er þrengja að lögreglu? Málefnaleg rök þurfa að vera fyrir því að beita svo íþyngjandi úrræðum sem símahlerun og notkun eftirfararbúnaðar eru. Menn verða að tala skýrt. Þegar störf lögreglu eru annars vegar er það skylda okkar allra að forðast hræðsluáróður og predikanir um patentlausnir sem hæglega gætu verið á kostnað mannréttinda. Við viljum ábyrga og yfirvegaða lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hið gamalgróna félag Varðberg, sem lét mjög til sín taka á kaldastríðstímanum, fundaði í Þjóðminjasafninu í vikunni sem leið. Fréttablaðið greindi skilmerkilega frá fundinum á föstudag undir fyrirsögninni: „Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu.“ Og í undirfyrirsögn eru aðalatriðin í málflutningi aðalræðumannsins, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dregin saman á eftirfarandi hátt: „Stefán Eiríksson segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna.“Á Varðbergi Þetta eru nokkuð sverar yfirlýsingar og væri fróðlegt að fá frekari skýringar frá lögreglustjóranum. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og formaður stjórnar Varðbergs, tekur að vanda þátt í hræðsluáróðrinum og segir á vefsíðu sinni: „Ögmundur Jónasson stendur gegn þróun löggjafar í þessu efni, ekki megi veita heimildir til forvirkra rannsókna gagnvart hópum sem berjist fyrir ákveðnum skoðunum. Þetta viðhorf er vísasta leiðin til að skapa skjól fyrir öfgahópa sem svífast einskis til að vinna málstað sínum brautargengi.“ Til að útskýra aðeins bakgrunn þessarar umræðu þá er ákall um „forvirkar rannsóknarheimildir“ vanalega sett fram með vísan til þeirra heimilda sem leyniþjónustur hafa í nágrannaríkjunum. Sjaldnast er hins vegar greint hvað nákvæmlega á að felast í þessum heimildum hér á landi en þeir sem þær vilja láta ekkert tækifæri ónotað til að kalla eftir þeim. Þennan málflutning heyrum við frá nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar, auk fyrrverandi dómsmálaráðherra og stöku stjórnendum innan lögreglunnar.Alltaf sama viðkvæðið Ef vá steðjar að þá er lausn þessara aðila: Forvirkar rannsóknarheimildir! Sem dæmi má nefna að þegar fréttir bárust af glæpamanni sem talinn er hafa beitt tugi barna kynferðislegu ofbeldi voru viðbrögðin þau að lögreglan þyrfti frekari rannsóknarheimildir. Staðreyndin er hins vegar sú að þær heimildir sem þá var kallað eftir eru þegar fyrir hendi, að því gefnu að rannsókn beinist að manni sem grunaður er um alvarleg afbrot, í samræmi við þær meginlínur sem lagðar eru af Mannréttindadómstóli Evrópu. Þegar ráðist var í samhent átak til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi var viðkvæðið að átakið væri orðin tóm ef ekki fylgdu ótakmarkaðar rannsóknarheimildir lögreglu. Ég vildi hlusta á varnaðarorð lögreglunnar, einkum þeirra sem eru hófsamari í nálgun, og setti því af stað vinnu við samningu frumvarps sem var ætlað að koma til móts við óskir um heimildir vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og þá einmitt með því að tengja rýmri heimildir við það brot á hegningarlögum sem skipulögð brotastarfsemi er, m.ö.o. að láta lagaheimildir einskorðast við þá ógn sem var talin þeim til réttlætingar.Þörf á góðri dómgreind Slíkt frumvarp lagði ég fram á Alþingi. En nú bregður svo við að ýmsir telja fjarri því gagnlegt að fá slíkar rannsóknarheimildir, þær þyrftu að ná utan um fleiri óskilgreinda brotaflokka og heimila opnari túlkun. Þegar ekki er fallist á slíkt þá mæta fyrrgreindir málsvarar í fjölmiðla og á fundi hjá Varðbergi og segja að verði ekki farið að þeirra vilja þá verði hér framið hryðjuverk á næstu tíu árum og að skipulögð glæpastarfsemi færist út á göturnar. Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða um ókominn tíma en staðreyndin er sú að mörg ríki sem hafa þurft að þola hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi á götum úti, hafa lögreglu sem hefur víðtækar njósnaheimildir. Og enn fremur þá hefur innlent átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi þegar skilað ótvíræðum árangri. Þennan málflutning er því erfitt að skilja nema það vaki fyrir mönnum að knýja fram breytingar með því að hræða fólk. Það hefur aldrei gefist vel. Hræðslan truflar dómgreindina.Skýr og markviss lög Það frumvarp til breytinga á sakamálalögum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vísaði til í erindi sínu hjá Varðbergi og rataði í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins var samið af Réttarfarsnefnd að minni ósk og liggur nú fyrir Alþingi. Þar eru gerðar tillögur um að skilgreina og skýra rannsóknarheimildir lögreglu sem krefjast dómsúrskurðar, s.s. til að hlera síma fólks eða nota eftirfararbúnað. Í stað þess að skírskota til tiltekins refsiramma brota sem viðkomandi er grunaður um að fremja eða að ríkir einka- eða almannahagsmunir séu fyrir hendi, eins og kveðið er á um í núgildandi lögum, skulu bæði þessi skilyrði vera til staðar en refsiramminn er þó færður úr átta árum í sex ár. Að auki fengist heimild til notkunar þessara rannsóknarúrræða ef um er að ræða mansal, skipulagða glæpastarfsemi, gróft ofbeldi, brot gegn nálgunarbanni og nokkra aðra skilgreinda glæpi sem ekki flokkast undir þann refsiramma sem kveðið er á um í frumvarpinu en eru sannanlega alvarleg brot og ógn við samfélagið. Í greinargerð eru síðan skýrari skilgreiningar en nú er að finna í lögum og er þannig m.a. leitast við að skýra hvað átt er við með hugtökunum almannahagsmunir og einkahagsmunir. Hefur verið kallað eftir þessu um skeið, enda mikilvægt að rannsóknarheimildir lögreglu séu skýrar og að sem minnstu matskenndar.Þörf á málefnalegri umræðu Mikilvægt er að fá fram vel ígrundaða og málefnalega gagnrýni á þetta frumvarp. Hvaða alvarlegu brot eru það sem menn hafa áhyggjur af að gætu ekki fallið undir þennan ramma? Hvað er það í þessum breytingum sem talið er þrengja að lögreglu? Málefnaleg rök þurfa að vera fyrir því að beita svo íþyngjandi úrræðum sem símahlerun og notkun eftirfararbúnaðar eru. Menn verða að tala skýrt. Þegar störf lögreglu eru annars vegar er það skylda okkar allra að forðast hræðsluáróður og predikanir um patentlausnir sem hæglega gætu verið á kostnað mannréttinda. Við viljum ábyrga og yfirvegaða lögreglu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun