Af hverju Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun