Framsókn fyrir heimilin Sigrún Magnúsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar