Ranglátur skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. mars 2013 06:00 Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auðlegðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu," segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðarskatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sérstaklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eignunum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. Forstjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn" eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitthvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjármálaráðherrann eigi svar við því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auðlegðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu," segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðarskatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sérstaklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eignunum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. Forstjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn" eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitthvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjármálaráðherrann eigi svar við því?
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar