Ranglátur skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. mars 2013 06:00 Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auðlegðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu," segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðarskatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sérstaklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eignunum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. Forstjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn" eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitthvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjármálaráðherrann eigi svar við því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auðlegðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu," segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðarskatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sérstaklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eignunum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. Forstjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn" eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitthvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjármálaráðherrann eigi svar við því?
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar