Að trúa á netið Ögmundur Jónasson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi. Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum. Jafnvel þótt um sé að ræða yfirgengilegra ofbeldi en við höfum flest getað hugsað okkur að sé framleitt sem afþreyingar- og skemmtiefni, virðist þetta fólk verða máttlaust í hnjánum þegar netið er annars vegar. Vissulega erum við enn í frumbernsku tölvutækninnar og er svo að sjá að margir hreinlega lamist frammi fyrir undrum hennar í lotningu sinni líkt og um æðri máttarvöld sé að ræða. En þeim væri hollt að hugsa til þess að eitt er miðill og annað er innihald. Miðillinn má aldrei taka af okkur völdin. Ekki fremur en við viljum láta stjórnast af bókstafstrú eða kreddu. Gildir þá einu hvort um er að ræða netið, eða hreinkenningu últrafrjálshyggjunnar, afskiptaleysisstefnu, sem mér finnst reyndar skrif þeirra Birgittu og Smára vera í ætt við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi. Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum. Jafnvel þótt um sé að ræða yfirgengilegra ofbeldi en við höfum flest getað hugsað okkur að sé framleitt sem afþreyingar- og skemmtiefni, virðist þetta fólk verða máttlaust í hnjánum þegar netið er annars vegar. Vissulega erum við enn í frumbernsku tölvutækninnar og er svo að sjá að margir hreinlega lamist frammi fyrir undrum hennar í lotningu sinni líkt og um æðri máttarvöld sé að ræða. En þeim væri hollt að hugsa til þess að eitt er miðill og annað er innihald. Miðillinn má aldrei taka af okkur völdin. Ekki fremur en við viljum láta stjórnast af bókstafstrú eða kreddu. Gildir þá einu hvort um er að ræða netið, eða hreinkenningu últrafrjálshyggjunnar, afskiptaleysisstefnu, sem mér finnst reyndar skrif þeirra Birgittu og Smára vera í ætt við.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun