Fer Landsnet að eigin tillögum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutningsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfisveitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þessara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á slíkum viðmiðunarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Suðurnesjalína 2 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutningsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfisveitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þessara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á slíkum viðmiðunarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun