Sóknarfæri atvinnulífs Ólína Þorvarðardóttir skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frekari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frekar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðarstefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóðin sjálf njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Um það snýst fiskveiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálfsögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræðan um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Rammaáætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfisins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnulífinu, heldur einnig mótun heildstæðrar auðlindastefnu sem tryggir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsóknum og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja. Þannig auðgum við atvinnulífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með menntuðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoðkerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbúnaðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frekar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarútveginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafnræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frekari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frekar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðarstefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóðin sjálf njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Um það snýst fiskveiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálfsögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræðan um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Rammaáætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfisins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnulífinu, heldur einnig mótun heildstæðrar auðlindastefnu sem tryggir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsóknum og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja. Þannig auðgum við atvinnulífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með menntuðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoðkerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbúnaðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frekar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarútveginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafnræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun