Match Fixing? Örn Bárður Jónsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma!
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar