Voru herbergisfélagar í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2013 08:00 John og Jim Harbaugh hafa verið í ótal viðtölum síðustu vikur. Mynd/AP Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu. NFL Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu.
NFL Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira