Píratar á báðum vængjum Smári McCarthy skrifar 16. janúar 2013 06:00 Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun