Jarðskjálftinn á Haítí 12. janúar 2013 06:00 Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au-Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrjun. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpargagna og við skipulagningu á hjálparstarfinu og að uppbyggingu í kjölfarið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að innlendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjárstuðningi til hjálparstarfsins. Samtals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitarfélög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au-Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrjun. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpargagna og við skipulagningu á hjálparstarfinu og að uppbyggingu í kjölfarið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að innlendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjárstuðningi til hjálparstarfsins. Samtals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitarfélög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun