Hverjir ráða lífeyrissjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun