Gylfi Þór íþróttamaður ársins 2013 | Svona voru efstu tíu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 14:28 Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP
Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira