Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2013 18:00 Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans. Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans.
Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira