Forsætisráðherra vonast eftir samstöðu um skuldaaðgerðir Höskuldur Kári Schram skrifar 7. nóvember 2013 19:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, útilokar ekki að Alþingi nái að samþykkja aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Nokkur frumvörp eru í smíðum og vinna sérfræðingahópa er á áætlun. Forsætisráðherra flutti á Alþingi í dag munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Von er á fyrstu tillögum frá sérfræðingahópum í lok þessa mánaðar og sagði ráðherra að vinna væri á áætlun. Nú þegar er hafin vinna við nýtt frumvarp um höfuðstólslækkun. „Þó að tillögurnar séu ekki full kláraðar þá viljum við nýta tímann til þess að undirbúa þetta þannig að það þurfi ekki að líða langur tími eftir að tillögurnar birtast áður en hægt er að leggja fram frumvörp,„ sagði Sigmundur. Stjórnarandstaðan gagnrýndi forsætisráðherra fyrir innihaldslausa skýrslu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkisstjórnin ætli sér ekki að efna kosningaloforð um skuldaleiðréttingu. „Af þessari ræðu má ráða að það eru ekki bara nefndir og engar efndir heldur enn fleiri nefndir,“ sagði Árni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur dregið í efa að hægt verði að klára þinglega meðferð málsins fyrir áramót. Sigmundur vill þó ekkert útiloka. „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég skil hins vegar vel áhyggjur hans af því að þetta muni mæta mótspyrnu úr ákveðnum áttum og geti tekið tíma þess vegna. Vonandi sammælast menn um það að láta þetta ganga hratt og vel fyrir sig,“ sagði Sigmundur. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, útilokar ekki að Alþingi nái að samþykkja aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Nokkur frumvörp eru í smíðum og vinna sérfræðingahópa er á áætlun. Forsætisráðherra flutti á Alþingi í dag munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Von er á fyrstu tillögum frá sérfræðingahópum í lok þessa mánaðar og sagði ráðherra að vinna væri á áætlun. Nú þegar er hafin vinna við nýtt frumvarp um höfuðstólslækkun. „Þó að tillögurnar séu ekki full kláraðar þá viljum við nýta tímann til þess að undirbúa þetta þannig að það þurfi ekki að líða langur tími eftir að tillögurnar birtast áður en hægt er að leggja fram frumvörp,„ sagði Sigmundur. Stjórnarandstaðan gagnrýndi forsætisráðherra fyrir innihaldslausa skýrslu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkisstjórnin ætli sér ekki að efna kosningaloforð um skuldaleiðréttingu. „Af þessari ræðu má ráða að það eru ekki bara nefndir og engar efndir heldur enn fleiri nefndir,“ sagði Árni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur dregið í efa að hægt verði að klára þinglega meðferð málsins fyrir áramót. Sigmundur vill þó ekkert útiloka. „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég skil hins vegar vel áhyggjur hans af því að þetta muni mæta mótspyrnu úr ákveðnum áttum og geti tekið tíma þess vegna. Vonandi sammælast menn um það að láta þetta ganga hratt og vel fyrir sig,“ sagði Sigmundur.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira