Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 17:20 Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. „Það er erfitt að koma til Serbíu og taka þrjú stig því þær eru lið sem er á uppleið. Þær gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku hérna fyrr i vikunni þannig að við erum mjög sáttar með að ná í þessi þrjú stig," sagði Margrét Lára í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson starfsmann KSÍ. „Það fór rosaleg orka í fyrri hálfleikinn þegar við vorum að pressa þær hátt á vellinum. Við vorum að spila gríðarlega vel í fyrri hálfleik en aftur á móti vorum við ekki eins góðar í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. Margrét Lára og Katrín Ómarsdóttir komu íslenska liðinu í 2-0 fyrir hálfleik. „Pressan skilaði sér í fyrri hálfleik en það er kannski spurning hvort við hefðum ekki þurft að bakka aðeins fyrr til að spara orku fyrir seinni hálfleikinn. Við sluppum með þetta í dag og erum gríðarlega ánægðar með það," sagði Margrét Lára. „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik en misstum svolítið taktinn í seinni hálfleik en við spiluðum góða vörn og náðum að halda þessu. Það er það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára en hann hafði hún áhyggjur af þróun mála þegar Serbía náði að minnka muninn í 2-1? „Við erum komnar með gríðarlega reynslumikið lið og leikmenn eru að spila á háum standard í hverri viku. Við erum yfirleitt rólegar og héldum ró okkar. Þær voru að reyna pirra okkur og láta sig detta og annað en við héldum haus og kláruðum dæmið," sagði Margrét Lára en hefði íslenska liðið ekki þurft að vinna stærri sigur í þessum leik? „Það skiptir ekki máli því við fengum þrjú stig á erfiðum útivelli og eftir erfitt ferðalag. Við erum gríðarlega ánægðar því við höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri. Við hlökkum mikið til næsta árs," sagði Margrét Lára að lokum en íslenska liðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á árinu 2014. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. „Það er erfitt að koma til Serbíu og taka þrjú stig því þær eru lið sem er á uppleið. Þær gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku hérna fyrr i vikunni þannig að við erum mjög sáttar með að ná í þessi þrjú stig," sagði Margrét Lára í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson starfsmann KSÍ. „Það fór rosaleg orka í fyrri hálfleikinn þegar við vorum að pressa þær hátt á vellinum. Við vorum að spila gríðarlega vel í fyrri hálfleik en aftur á móti vorum við ekki eins góðar í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. Margrét Lára og Katrín Ómarsdóttir komu íslenska liðinu í 2-0 fyrir hálfleik. „Pressan skilaði sér í fyrri hálfleik en það er kannski spurning hvort við hefðum ekki þurft að bakka aðeins fyrr til að spara orku fyrir seinni hálfleikinn. Við sluppum með þetta í dag og erum gríðarlega ánægðar með það," sagði Margrét Lára. „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik en misstum svolítið taktinn í seinni hálfleik en við spiluðum góða vörn og náðum að halda þessu. Það er það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára en hann hafði hún áhyggjur af þróun mála þegar Serbía náði að minnka muninn í 2-1? „Við erum komnar með gríðarlega reynslumikið lið og leikmenn eru að spila á háum standard í hverri viku. Við erum yfirleitt rólegar og héldum ró okkar. Þær voru að reyna pirra okkur og láta sig detta og annað en við héldum haus og kláruðum dæmið," sagði Margrét Lára en hefði íslenska liðið ekki þurft að vinna stærri sigur í þessum leik? „Það skiptir ekki máli því við fengum þrjú stig á erfiðum útivelli og eftir erfitt ferðalag. Við erum gríðarlega ánægðar því við höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri. Við hlökkum mikið til næsta árs," sagði Margrét Lára að lokum en íslenska liðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á árinu 2014. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41
Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48
Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn