Sport

Dag­skráin í dag: Píla og Álfta­nes með nýjan þjálfara

Valur Páll Eiríksson skrifar
álftanes diego

Körfubolti og pílukast eiga sviðið á rásum Sýnar Sport á þessum glimrandi fína föstudegi.

Bónus deild karla

Tveir leikir eru á dagskrá í Bónus deild karla í körfubolta. Ármann mætir ÍA í Laugardalshöll klukkan 18:50 á Sýn Sport Ísland 2.

Álftanes spilar þá sinn fyrsta deildarleik án Kjartans Atla Kjartanssonar í brúnni þegar liðið sækir Stjörnuna heim í grannaslag. Sá leikur er klukkan 19:15 á Sýn Sport Ísland.

Pílukast

HM í pílukasti rúllar áfram og fyrsta umferð mótsins klárast í dag. Kevin Doets og Mickey Mansell eru meðal þeirra sem mæta til leiks í fyrri hluta dagsins klukkan 12:25 á Sýn Sport Viaplay.

Þá er írskt þema í kvöld þegar William O'Connor og Keane Barry stíga á stokk, auk Norður-Írans Daryl Gurney og Englendingsins Nathan Aspinall.

Seinni útsending hefst klukkan 18:55 á Sýn Sport Viaplay.

Golf

Áður en kemur að pílukasti og körfubolta er golfið á sínum stað. Keppni frá AfrAsia Bank Mauritius-mótinu hefst klukkan 8:30 á Sýn Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×