Þakklátur faðir skrifaði Källström bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2013 10:45 Källström og Max í Stokkhólmi á dögunum. Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum. Max er með Williams-heilkenni líkt og tíu önnur börn sem leiddu landsliðsmenn Svía út á völlinn í aðdraganda leiksins. Max var afar stressaður fyrir leikinn enda er hann sérstaklega viðkvæmur gagnvart miklum hávaða. Um fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með leiknum. Hann náði hins vegar að mynda góð tengsl við landsliðsmann Svía, miðjumanninn Kim Källström. Svo þakklátur var Emil, faðir Max, að hann ritaði Källström opinskátt bréf til þess að útskýra hversu mikla þýðingu stundin hefði haft fyrir son sinn. „Það voru viðbrögð þín Kim sem urðu til þess að sonur minn upplifði nákvæmlega það sama og allir aðrir þegar börnin gengu inn á völlinn,“ skrifar Emil. Hann segir Max hafa verið stoltur, fundist hann vera einstakur, ánægður að hafa klárað dæmið og verið sérstaklega hamingjusamur. „Það sem þú gerðir á þessum sjö til átta mínútum færir okkur fjölskyldunni margra mánaða gleði, minningar út lífið og upplifun Max: „Ég gat þetta.“ Því segir ég TAKK frá innstu hjartarótum!“ Samkvæmt föðurnum er Max nú öllum stundum klæddur sænska landsliðsbúningnum, telur sig vera sjónvarpsstjörnu og það sé Källström að þakka. Källström er ánægður að foreldrar Max séu ánægðir. Mestu máli hafi skipt að þeir Max hafi átt góða stund saman. „Á augnablikum sem þessum hegðar maður sér frekar eins og nágranni eða foreldri heldur en knattspyrnumaður. Ég geri mér grein fyrir ábyrgð gagnvart foreldrum sem eru örugglega margir hverjir efins og stressaðir í stúkunni. En líka ábyrgð gagnvart börnunum. Ég reyni að vera afslappaður og hef yfirleitt gaman af börnunum,“ segir Källström. Óhætt er að segja að bréfið hafi vakið mikla athygli. Nálægt 100 þúsund manns hafa líkað við það hér á Facebook þar sem hægt er að lesa það í heild sinni. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum. Max er með Williams-heilkenni líkt og tíu önnur börn sem leiddu landsliðsmenn Svía út á völlinn í aðdraganda leiksins. Max var afar stressaður fyrir leikinn enda er hann sérstaklega viðkvæmur gagnvart miklum hávaða. Um fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með leiknum. Hann náði hins vegar að mynda góð tengsl við landsliðsmann Svía, miðjumanninn Kim Källström. Svo þakklátur var Emil, faðir Max, að hann ritaði Källström opinskátt bréf til þess að útskýra hversu mikla þýðingu stundin hefði haft fyrir son sinn. „Það voru viðbrögð þín Kim sem urðu til þess að sonur minn upplifði nákvæmlega það sama og allir aðrir þegar börnin gengu inn á völlinn,“ skrifar Emil. Hann segir Max hafa verið stoltur, fundist hann vera einstakur, ánægður að hafa klárað dæmið og verið sérstaklega hamingjusamur. „Það sem þú gerðir á þessum sjö til átta mínútum færir okkur fjölskyldunni margra mánaða gleði, minningar út lífið og upplifun Max: „Ég gat þetta.“ Því segir ég TAKK frá innstu hjartarótum!“ Samkvæmt föðurnum er Max nú öllum stundum klæddur sænska landsliðsbúningnum, telur sig vera sjónvarpsstjörnu og það sé Källström að þakka. Källström er ánægður að foreldrar Max séu ánægðir. Mestu máli hafi skipt að þeir Max hafi átt góða stund saman. „Á augnablikum sem þessum hegðar maður sér frekar eins og nágranni eða foreldri heldur en knattspyrnumaður. Ég geri mér grein fyrir ábyrgð gagnvart foreldrum sem eru örugglega margir hverjir efins og stressaðir í stúkunni. En líka ábyrgð gagnvart börnunum. Ég reyni að vera afslappaður og hef yfirleitt gaman af börnunum,“ segir Källström. Óhætt er að segja að bréfið hafi vakið mikla athygli. Nálægt 100 þúsund manns hafa líkað við það hér á Facebook þar sem hægt er að lesa það í heild sinni.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira