Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. október 2013 15:43 Áfram deilur um Vatnsenda. mynd/Rósa Jóhannsdóttir Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út síðast liðinn föstudag.Þorsteinn hefur kært niðurstöðuna til héraðsdóms. Kópavogur fékk heimild til eignarnáms úr jörðinni Vatnsendi sem Þorsteinn hefur lengi verið þinglýstur eigandi að. Þorsteinn og lögamaðurinn hans halda því fram að þar sem bærinn hafi aldrei greitt eignarnámsbætur vegna eignarnámsins eigi Kópavogsbær ekki landið. Þar af leiðandi hafi bærinn enga heimild til þess að ráðstafa landinu. Í afsalinu sem þinglýst var kemur fram að Kópavogsbær telur að Vatnsendakriki sé hluti þess lands sem bærinn eignaðist með eignarnámi úr jörðinni Vatnsenda. Bærinn hafi á sínum tíma haft hug á að hefja vatnstöku á landinu og munu hafa verið boraðar holur á landinu í því skyni. Á síðari hluta ársins 2006 hafi Kópavogsbær samið um að afhenda Reykjavíkurborg landið. Áratugalangar deilur um VatnsendaDeilur um jörðina Vatnsenda hafa staðið í yfir 45 ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Landið hefur verið eitt helsta byggingasvæði Kópavogsbæjar. Þorsteinn Hjaltested hefur haft heilmiklar tekjur af landinu. En með dómi Hæstaréttar í maí síðast liðinn var komist að þeirri niðurstöðu að að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út síðast liðinn föstudag.Þorsteinn hefur kært niðurstöðuna til héraðsdóms. Kópavogur fékk heimild til eignarnáms úr jörðinni Vatnsendi sem Þorsteinn hefur lengi verið þinglýstur eigandi að. Þorsteinn og lögamaðurinn hans halda því fram að þar sem bærinn hafi aldrei greitt eignarnámsbætur vegna eignarnámsins eigi Kópavogsbær ekki landið. Þar af leiðandi hafi bærinn enga heimild til þess að ráðstafa landinu. Í afsalinu sem þinglýst var kemur fram að Kópavogsbær telur að Vatnsendakriki sé hluti þess lands sem bærinn eignaðist með eignarnámi úr jörðinni Vatnsenda. Bærinn hafi á sínum tíma haft hug á að hefja vatnstöku á landinu og munu hafa verið boraðar holur á landinu í því skyni. Á síðari hluta ársins 2006 hafi Kópavogsbær samið um að afhenda Reykjavíkurborg landið. Áratugalangar deilur um VatnsendaDeilur um jörðina Vatnsenda hafa staðið í yfir 45 ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Landið hefur verið eitt helsta byggingasvæði Kópavogsbæjar. Þorsteinn Hjaltested hefur haft heilmiklar tekjur af landinu. En með dómi Hæstaréttar í maí síðast liðinn var komist að þeirri niðurstöðu að að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira