Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 13:23 Vatnsendi. Myndin er úr safni. Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“ Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira