Obama gerði grín að skóm Sigmundar Kristján Hjálmarsson skrifar 6. september 2013 10:21 Sigmundur Davíð með hinum leiðtogunum. „Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
„Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent