Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Helga Vala Helgadóttir og Héraðsdómslögmaður skrifa 22. júlí 2013 00:01 Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun