Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Helga Vala Helgadóttir og Héraðsdómslögmaður skrifa 22. júlí 2013 00:01 Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun