Guðmundur átti besta afrek dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 09:18 Guðmundur Sverrisson kastar í gær. Mynd/Benedikt H. Sigurgeirsson Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins