Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2013 18:45 Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. Ráðning hans er liður í því að koma á fót öflugu íslensku olíuleitarfélagi, sem starfi á alþjóðlegum olíusvæðum. Terje Hagevang stýrði áður norska olíuleitarfélaginu Sagex, og eftir sameiningu þess við breska félagið Valiant, varð hann leitarstjóri Valiant og forstjóri þess í Noregi. Hann er talinn manna fróðastur um Jan Mayen-svæðið, og þar með Drekann, rannsakaði það fyrst fyrir 35 árum og var lengi ráðgjafi bæði norskra og íslenskra stjórnvalda. Fyrir fimm árum lýsti hann því mati sínu að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims, og hefur nýtt auðlindamat sem Olíustofnun Noregs birti í haust styrkt trú manna um miklar auðlindir svæðisins. Terje Hagevang hefur ítrekað lýst þeirri sannfæringu sinni að Íslendingar verði olíuþjóð og í viðtali í Klinkinu í vetur spáði hann því að fyrsti borpallurinn kæmi á Jan Mayen-svæðið eftir fjögur til fimm ár. Eftir að kanadíska félagið Ithaca yfirtók Valiant í vor ákvað hann að láta af störfum og hefur hann nú verið ráðinn til íslenska félagsins Eykons Energy. Um ástæður þess segir Terje í samtali við Stöð 2 að Drekasvæðið sé spennandi framtíð en einnig hafi Eykon möguleika til að vaxa út fyrir það svæði, eins og til Noregs og Bretlandseyja, líkt og gerst hafi með færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Raunar herma heimildir fréttastofu að ráðning Terje Hagevang sé einmitt liður í stórum áformum, að sameina félögin Eykon og Kolvetni, og mynda stórt íslenskt olíuleitarfélag sem hafi ekki aðeins burði til að taka þátt í olíuleit af krafti í íslenskri lögsögu heldur einnig á hafsvæðum utan Íslands. Klinkið Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. Ráðning hans er liður í því að koma á fót öflugu íslensku olíuleitarfélagi, sem starfi á alþjóðlegum olíusvæðum. Terje Hagevang stýrði áður norska olíuleitarfélaginu Sagex, og eftir sameiningu þess við breska félagið Valiant, varð hann leitarstjóri Valiant og forstjóri þess í Noregi. Hann er talinn manna fróðastur um Jan Mayen-svæðið, og þar með Drekann, rannsakaði það fyrst fyrir 35 árum og var lengi ráðgjafi bæði norskra og íslenskra stjórnvalda. Fyrir fimm árum lýsti hann því mati sínu að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims, og hefur nýtt auðlindamat sem Olíustofnun Noregs birti í haust styrkt trú manna um miklar auðlindir svæðisins. Terje Hagevang hefur ítrekað lýst þeirri sannfæringu sinni að Íslendingar verði olíuþjóð og í viðtali í Klinkinu í vetur spáði hann því að fyrsti borpallurinn kæmi á Jan Mayen-svæðið eftir fjögur til fimm ár. Eftir að kanadíska félagið Ithaca yfirtók Valiant í vor ákvað hann að láta af störfum og hefur hann nú verið ráðinn til íslenska félagsins Eykons Energy. Um ástæður þess segir Terje í samtali við Stöð 2 að Drekasvæðið sé spennandi framtíð en einnig hafi Eykon möguleika til að vaxa út fyrir það svæði, eins og til Noregs og Bretlandseyja, líkt og gerst hafi með færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Raunar herma heimildir fréttastofu að ráðning Terje Hagevang sé einmitt liður í stórum áformum, að sameina félögin Eykon og Kolvetni, og mynda stórt íslenskt olíuleitarfélag sem hafi ekki aðeins burði til að taka þátt í olíuleit af krafti í íslenskri lögsögu heldur einnig á hafsvæðum utan Íslands.
Klinkið Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00