Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2013 18:50 Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. Tollvörðurinn var leystu frá störfum þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfar þess að upp komst um tilraun til að smygla um 17 kíló af amfetamíni og einum komma sjö lítrum af amfetamínbasa í póstsendingu frá Danmörku. Frændi tollvarðarins er sagður einn af höfuðpaurunum í málinu og af þeim sökum mun grunur hafa beinst að honum upphaflega. Talið var að tollvörðurinn hefði séð til þess að fíkniefnahundur hafi ekki verið við vinnu þegar sendingin kom til landsins. Ekkert benti hinsvegar til þess að sá grunur væri á rökum reistur. Að sögn Ómars Bjarnþórssonar, lögmanni tollvarðarins, neitaði skjólstæðingur hans sök allan tímann sem hann sat í gæsluvarðhaldi og lagði fram gögn og vitnisburði máli sínu til stuðnings. Farið var yfir öll símasamskipti þeirra frænda og leiddi sú rannsókn ekkert misjafnt í ljós. Tollvörðurinn hyggst núna stefna ríkinu til greiðslu miskabóta fyrir að hafa setið í einangrun að ósekju. Að sögn Ómars liggur ekki fyrir hversu há upphæðin verður en ljóst sé að um margar milljónir sé að ræða. Tollvörðurinn mun í næstu viku hefja störf hjá embætti tollstjóra á nýjan leik. Hann var á hálfum launum þann tíma sem hann var frá vinnu en fær nú afturvirkt full laun. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. Tollvörðurinn var leystu frá störfum þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfar þess að upp komst um tilraun til að smygla um 17 kíló af amfetamíni og einum komma sjö lítrum af amfetamínbasa í póstsendingu frá Danmörku. Frændi tollvarðarins er sagður einn af höfuðpaurunum í málinu og af þeim sökum mun grunur hafa beinst að honum upphaflega. Talið var að tollvörðurinn hefði séð til þess að fíkniefnahundur hafi ekki verið við vinnu þegar sendingin kom til landsins. Ekkert benti hinsvegar til þess að sá grunur væri á rökum reistur. Að sögn Ómars Bjarnþórssonar, lögmanni tollvarðarins, neitaði skjólstæðingur hans sök allan tímann sem hann sat í gæsluvarðhaldi og lagði fram gögn og vitnisburði máli sínu til stuðnings. Farið var yfir öll símasamskipti þeirra frænda og leiddi sú rannsókn ekkert misjafnt í ljós. Tollvörðurinn hyggst núna stefna ríkinu til greiðslu miskabóta fyrir að hafa setið í einangrun að ósekju. Að sögn Ómars liggur ekki fyrir hversu há upphæðin verður en ljóst sé að um margar milljónir sé að ræða. Tollvörðurinn mun í næstu viku hefja störf hjá embætti tollstjóra á nýjan leik. Hann var á hálfum launum þann tíma sem hann var frá vinnu en fær nú afturvirkt full laun.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira