Gagnrýnir Ögmund fyrir flugvallarsamning Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2013 12:30 Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur. Kosningar 2013 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur.
Kosningar 2013 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira