Ef landið væri eitt kjördæmi myndu öll framboðin ná manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:40 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór. Kosningar 2013 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór.
Kosningar 2013 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira