Það þarf velferðarkerlingu á þing Björk Vilhelmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 17:29 Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun