Samhljómur varðandi ýmis mál Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 19:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa rætt sérstaklega við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarmyndun. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í kosningum gærdagsins ræddu málin í kvöld við Kristján Má Unnarsson í myndveri Stöðvar 2. Sigmundur segir forseta Íslands hafa boðað sig á fund á morgun og Bjarni tekur í sama streng. „Við höfum ekki hafið neinar stjórnarmyndunarumræður. Það er eðlilegt að menn fari að þreifa fyrir sér og ég hef sagt það oft. að tveggja flokka stjórn finnst mér vera fyrsti valkostur,“ segir Bjarni, og segir að það hljóti að koma til greina að Sjálfstæðisflokkur fái umboð til stjórnarmyndunar. Þá segir Bjarni mikilvægt að stjórnarmyndunarumræður taki stuttan tíma, en Sigmundur segir úrlausnarefnin mjög stór og setur spurningamerki við hve mikið liggi á. Hann segir þó samhljóm varðandi ýmis mál meðal Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.Árni Páll og Katrín eru sammála um að Framsókn eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir Framsóknarflokkinn og Bjarta Framtíð ótvíræða sigurvegara kosninganna. Hún telur Sigmund Davíð eiga að fá umboð til stjórnarmyndunar. Það taka þau Árni Páll Árnason hjá Samfylkingunni og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Bjartri Framtíð undir. Árni Páll segir öll spilin á hendi þessara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en að Samfylkingin muni rækja sínar lýðræðislegu skyldur að því leyti að ef til þeirra verði leitað muni þau taka því.Birgitta segir innviði samfélagsins í molum, en Heiða Kristín segir gott tækifæri í stjórnarandstöðu.Heiða Kristín, er staðgengill Guðmundar Steingrímssonar í þættinum, en hún segir það gott tækifæri fyrir flokkinn að vera hluta af stjórnarandstöðu. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segist hafa áhyggjur af því að fólk verði vonsvikið þegar ekki verður hægt að efna þau loforð sem hafa verið sett fram. Hún segir innviði samfélagsins í molum. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum efst í fréttinni. Kosningar 2013 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa rætt sérstaklega við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarmyndun. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í kosningum gærdagsins ræddu málin í kvöld við Kristján Má Unnarsson í myndveri Stöðvar 2. Sigmundur segir forseta Íslands hafa boðað sig á fund á morgun og Bjarni tekur í sama streng. „Við höfum ekki hafið neinar stjórnarmyndunarumræður. Það er eðlilegt að menn fari að þreifa fyrir sér og ég hef sagt það oft. að tveggja flokka stjórn finnst mér vera fyrsti valkostur,“ segir Bjarni, og segir að það hljóti að koma til greina að Sjálfstæðisflokkur fái umboð til stjórnarmyndunar. Þá segir Bjarni mikilvægt að stjórnarmyndunarumræður taki stuttan tíma, en Sigmundur segir úrlausnarefnin mjög stór og setur spurningamerki við hve mikið liggi á. Hann segir þó samhljóm varðandi ýmis mál meðal Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.Árni Páll og Katrín eru sammála um að Framsókn eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir Framsóknarflokkinn og Bjarta Framtíð ótvíræða sigurvegara kosninganna. Hún telur Sigmund Davíð eiga að fá umboð til stjórnarmyndunar. Það taka þau Árni Páll Árnason hjá Samfylkingunni og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Bjartri Framtíð undir. Árni Páll segir öll spilin á hendi þessara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en að Samfylkingin muni rækja sínar lýðræðislegu skyldur að því leyti að ef til þeirra verði leitað muni þau taka því.Birgitta segir innviði samfélagsins í molum, en Heiða Kristín segir gott tækifæri í stjórnarandstöðu.Heiða Kristín, er staðgengill Guðmundar Steingrímssonar í þættinum, en hún segir það gott tækifæri fyrir flokkinn að vera hluta af stjórnarandstöðu. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segist hafa áhyggjur af því að fólk verði vonsvikið þegar ekki verður hægt að efna þau loforð sem hafa verið sett fram. Hún segir innviði samfélagsins í molum. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum efst í fréttinni.
Kosningar 2013 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira