Árni Páll umdeildur í eigin flokki Helga Arnardóttir skrifar 29. apríl 2013 13:35 Ólína Þorvarðardóttir deilir hart á Árna Pál. Mynd/ Vilhelm. Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína. Kosningar 2013 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína.
Kosningar 2013 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira