Frambjóðandi Framsóknar vildi endurupptöku kynferðisbrotamáls Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2013 13:12 Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal. Hjálmar Bogi Hafliðason, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifaði undir ákorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir endurupptöku máls Jóns Dagbjartssonar, starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. Málið fór fyrir Hæstarétt, sem þyngdi dóminn um hálft ár. Stúlkurnar voru vistaðar á meðferðarheimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og voru sextán og átján ára þegar brotin voru framin, en í dómi Hæstaréttar kemur fram að þau hafi verið gróf. Málið vakti mikla athygli og þótti dómurinn sögulegur vegna þess að aldrei fyrr hafði sannast fyrir dómi að börn hefðu sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi. Í áskoruninni, sem alls 358 skrifuðu undir, var þess krafist að mál Jóns fengi „sanngjarna meðferð sem hann sannanlega fékk ekki á meðan það var rekið fyrir dómstólum“. „Þú færð náttúrlega engin svör, það er ekki það,“ sagði Hjálmar Bogi þegar fréttastofa Vísis spurði hann hvers vegna nafn hans væri að finna á listanum. „Ég ætla ekkert að kommenta á það.“Starfaði sjálfur á meðferðarheimilinu Hjálmar, sem starfar sem grunnskólakennari á Húsavík, skipar 5. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Miðað við fylgi flokksins í nýjustu könnunum er Hjálmar Bogi því öruggur inn sem varaþingmaður. Þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um veru sína á listanum segist Hjálmar Bogi þekkja Jón Dagbjartsson. „Ég bara þekki hann. Ég var sjálfur starfsmaður á þessu heimili á sínum tíma. Það er ekkert leyndarmál. Var þar tvö sumur sem sumarstarfsmaður.“ Kosningar 2013 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifaði undir ákorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir endurupptöku máls Jóns Dagbjartssonar, starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. Málið fór fyrir Hæstarétt, sem þyngdi dóminn um hálft ár. Stúlkurnar voru vistaðar á meðferðarheimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og voru sextán og átján ára þegar brotin voru framin, en í dómi Hæstaréttar kemur fram að þau hafi verið gróf. Málið vakti mikla athygli og þótti dómurinn sögulegur vegna þess að aldrei fyrr hafði sannast fyrir dómi að börn hefðu sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi. Í áskoruninni, sem alls 358 skrifuðu undir, var þess krafist að mál Jóns fengi „sanngjarna meðferð sem hann sannanlega fékk ekki á meðan það var rekið fyrir dómstólum“. „Þú færð náttúrlega engin svör, það er ekki það,“ sagði Hjálmar Bogi þegar fréttastofa Vísis spurði hann hvers vegna nafn hans væri að finna á listanum. „Ég ætla ekkert að kommenta á það.“Starfaði sjálfur á meðferðarheimilinu Hjálmar, sem starfar sem grunnskólakennari á Húsavík, skipar 5. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Miðað við fylgi flokksins í nýjustu könnunum er Hjálmar Bogi því öruggur inn sem varaþingmaður. Þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um veru sína á listanum segist Hjálmar Bogi þekkja Jón Dagbjartsson. „Ég bara þekki hann. Ég var sjálfur starfsmaður á þessu heimili á sínum tíma. Það er ekkert leyndarmál. Var þar tvö sumur sem sumarstarfsmaður.“
Kosningar 2013 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira