Katrín Jakobs: Átök á erfiðu kjörtímabili 7. apríl 2013 12:17 Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti. Kosningar 2013 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti.
Kosningar 2013 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira