Katrín Jakobs: Þurfum að ræða myntsamstarf við Norðmenn til hlítar Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2013 23:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ræða þurfi alla raunhæfa kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum til hlítar. Hún segir myntsamstarf við Norðmenn eitthvað sem þurfi að skoða í þessu samhengi. Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í nýjasta þætti Klinksins. Katrín var kjörin formaður VG á síðasta landsfundi með 98 prósentum atkvæða. Slíkur stuðningur þykir fáheyrður. Hún tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni, sem hafði verið formaður flokksins frá stofnun, eða í 13 ár. Gjaldmiðilsmálin eru mikilvægt hagsmunamál Íslendinga. Formaður Samfylkingarinnar sagði nýlega að baráttan fyrir nýjum og stöðugum gjaldmiðli væri ein mikilvægasta stéttabarátta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir lengi. Í skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál sem kom út sl. haust er fjallað um reynslu Íslands af sjálfstæðri peningastefnu með verðbólgumarkmiði. Þar segir: „Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sláandi. Verðbólga hefur að jafnaði verið mikil og lengstum vel yfir markmiði. Gengis- og verðbólgusveiflur hafa verið miklar og ofþenslan og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum mikið fram að snörpum efnahagssamdrætti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Enn sem komið er virðist kreppan hafa verið verri hér en í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, þótt of snemmt sé að dæma endanlega þar um þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar.“ (bls. 137) Katrín fer yfir þessi mál í Klinkinu, en hingað til hefur Katrín ekki tjáð sig mikið um efnahagsmál á opinberum vettvangi þar sem hún er fagráðherra menntamála. (Sá hluti viðtalsins sem fjallar um gjaldmiðilsmál hefst á 9:50).Hvað eigum við að gera við krónuna? „Það er alveg ljóst að við erum í litlu hagkerfi og það hefur verið erfitt. Miðað við hagsögu Íslands, þá er ljóst að þetta hefur verið mjög sveiflukennd saga. Meira að segja á þeim tíma sem sagður var einkennast af stöðugleika, árin 2000-2007, þá voru einhverjir 14 mánuðir sem náðist að fylgja verðbólgumarkmiðum.“Sagan segir okkur að krónan sé ekki nothæf, ekki satt? „Sagan segir okkur að okkur hafi tekist illa að halda í stöðugleika í efnahagsmálum.“ Katrín segir að menn þurfi að vera raunsæir núna, en síðan þurfi að leiða umræðuna um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar til lykta. „Við spiluðum út þeirri hugmynd á sínum tíma að við ættum að fara í samstarf við Norðmenn. Myntsamstarf með norsku krónuna.“Er það voodoo-hagfræði? „Við viljum bara horfa á gjaldmiðilinn sem tæki. Þar höfum við verið opin fyrir því að skoða alla möguleika. Hins vegar var sú hugmynd mikið rædd á sínum tíma að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Það var ekki í boði.“ Katrín segir það skipta máli að vera í góðu pólitísku samstarfi við samstarfsþjóð í myntsamstarfi. „Þess vegna nefndum við Noreg.(...) Við kynntum þessar hugmyndir fyrir norskum stjórnmálamönnum. Við erum í miklu norrænu samstarfi og það auðveldar slíkt samstarf.“Við eigum líka gagnkvæma hagsmuni með Norðmönnum á sviði olíuvinnslu? „Já, hugsanlega. Þetta eru fiksveiðiþjóðir og ýmislegt fleira. Þannig að þetta er eitthvað sem er hægt að skoða. Raunsæja staðan núna, ef við horfum bara á þessar kosningar og verkefni næsta kjörtímabils, þá tengjast þau krónunni. Þannig að við verðum líka að gæta okkur á því að kjósendur verða að fá raunsæja mynd af því hvað bíður næstu ára. Það er þessi mynt. Það er hins vegar mikilvægt að koma upp einhverju framtíðarplani til lengri tíma litið.“ Klinkið Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ræða þurfi alla raunhæfa kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum til hlítar. Hún segir myntsamstarf við Norðmenn eitthvað sem þurfi að skoða í þessu samhengi. Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í nýjasta þætti Klinksins. Katrín var kjörin formaður VG á síðasta landsfundi með 98 prósentum atkvæða. Slíkur stuðningur þykir fáheyrður. Hún tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni, sem hafði verið formaður flokksins frá stofnun, eða í 13 ár. Gjaldmiðilsmálin eru mikilvægt hagsmunamál Íslendinga. Formaður Samfylkingarinnar sagði nýlega að baráttan fyrir nýjum og stöðugum gjaldmiðli væri ein mikilvægasta stéttabarátta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir lengi. Í skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál sem kom út sl. haust er fjallað um reynslu Íslands af sjálfstæðri peningastefnu með verðbólgumarkmiði. Þar segir: „Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sláandi. Verðbólga hefur að jafnaði verið mikil og lengstum vel yfir markmiði. Gengis- og verðbólgusveiflur hafa verið miklar og ofþenslan og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum mikið fram að snörpum efnahagssamdrætti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Enn sem komið er virðist kreppan hafa verið verri hér en í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, þótt of snemmt sé að dæma endanlega þar um þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar.“ (bls. 137) Katrín fer yfir þessi mál í Klinkinu, en hingað til hefur Katrín ekki tjáð sig mikið um efnahagsmál á opinberum vettvangi þar sem hún er fagráðherra menntamála. (Sá hluti viðtalsins sem fjallar um gjaldmiðilsmál hefst á 9:50).Hvað eigum við að gera við krónuna? „Það er alveg ljóst að við erum í litlu hagkerfi og það hefur verið erfitt. Miðað við hagsögu Íslands, þá er ljóst að þetta hefur verið mjög sveiflukennd saga. Meira að segja á þeim tíma sem sagður var einkennast af stöðugleika, árin 2000-2007, þá voru einhverjir 14 mánuðir sem náðist að fylgja verðbólgumarkmiðum.“Sagan segir okkur að krónan sé ekki nothæf, ekki satt? „Sagan segir okkur að okkur hafi tekist illa að halda í stöðugleika í efnahagsmálum.“ Katrín segir að menn þurfi að vera raunsæir núna, en síðan þurfi að leiða umræðuna um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar til lykta. „Við spiluðum út þeirri hugmynd á sínum tíma að við ættum að fara í samstarf við Norðmenn. Myntsamstarf með norsku krónuna.“Er það voodoo-hagfræði? „Við viljum bara horfa á gjaldmiðilinn sem tæki. Þar höfum við verið opin fyrir því að skoða alla möguleika. Hins vegar var sú hugmynd mikið rædd á sínum tíma að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Það var ekki í boði.“ Katrín segir það skipta máli að vera í góðu pólitísku samstarfi við samstarfsþjóð í myntsamstarfi. „Þess vegna nefndum við Noreg.(...) Við kynntum þessar hugmyndir fyrir norskum stjórnmálamönnum. Við erum í miklu norrænu samstarfi og það auðveldar slíkt samstarf.“Við eigum líka gagnkvæma hagsmuni með Norðmönnum á sviði olíuvinnslu? „Já, hugsanlega. Þetta eru fiksveiðiþjóðir og ýmislegt fleira. Þannig að þetta er eitthvað sem er hægt að skoða. Raunsæja staðan núna, ef við horfum bara á þessar kosningar og verkefni næsta kjörtímabils, þá tengjast þau krónunni. Þannig að við verðum líka að gæta okkur á því að kjósendur verða að fá raunsæja mynd af því hvað bíður næstu ára. Það er þessi mynt. Það er hins vegar mikilvægt að koma upp einhverju framtíðarplani til lengri tíma litið.“
Klinkið Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira