100 milljóna mengunarskattur 28. desember 2012 06:00 Steinull hf. fékk litlu úthlutað af heimildum þar sem verksmiðjan notar mikið rafmagn. „Í okkar tilfelli er íslenskt rafmagn talið losa jafn mikið CO eins og rafmagn í Evrópu,“ segir Einar Einarsson forstjóri.fréttablaðið/vilhelm Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu. Loftslagsmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu.
Loftslagsmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira