Hvað hefur eyðilagt rammaáætlun? 20. desember 2012 06:00 Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun. Lærdómurinn sem við öll ættum að hafa dregið af hruninu er að vanda þurfi til verka þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir sem snerta almannahag og komandi kynslóðir. Það er og sjálfsögð og eðlileg krafa almennings að þeir sem hafa umboð til að taka ákvarðanir um okkar hag vandi til þeirra og taki upplýstar ákvarðanir. Einmitt þess vegna var ferli rammaáætlunar sett upp, til að ákveða hvað skuli að nýta og hvað skuli að vernda, þannig að ríkari sátt geti orðið um nýtingu og verndun. Þá getur þurft að sætta ólík sjónarmið og ganga bil beggja en það er til dæmis okkar mat að í okkar kjördæmi sé of langt gengið í virkjunaráformum. Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga étur nú hver virkjunarsinninn eftir öðrum að ferli rammaáætlunar sé úr lagi gengið. Búið sé að ónýta faglegt ferli og hinir óskynsömu pólitíkusar hafi nú eyðilagt þetta mál eins og þeir hafa eyðilagt flest önnur. Þannig eru hin og þessi rök tínd til því til staðfestingar að góðri og faglegri vinnu hafi verið umturnað á síðustu metrunum. Skoðum það nánar Verkefnahópar skoðuðu 84 virkjunarhugmyndir og af þeim voru 66 hugmyndir metnar af öllum faghópunum. Í 18 tilvikum var ekki hægt að ljúka mati vegna skorts á gögnum eða þau bárust svo seint að ekki vannst tími til að nýta þau í mati. Af þessum 84 hafa 14 virkjanir nú þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og ein þeirra, Búðarhálsvirkjun er nú þegar í byggingu. Í nokkrum ám eru lagðar fram fleiri en ein veitu- eða virkjunarhugmynd þar sem ein útilokar aðra. Þannig er ástatt um 7 virkjunarhugmyndir. Sá þáttur sem virðist hafa eyðilagt 16 ára vinnu við rammaáætlun og spillt bæði ferli og niðurstöðum byggist á umsögnum frá næstum 400 aðilum sem fólu í sér ýmiss konar leiðbeiningar, ábendingar og athugasemdir. Þegar farið var yfir umsagnirnar kom í ljós að tveir kostir féllu út af tæknilegum ástæðum. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrir utan leiðréttingarnar tvær er tillagan samhljóða drögunum um 61 kost, en lagt er til að sex kostir á tveimur svæðum fari í biðflokk meðan aflað er um þá frekari upplýsinga. Staðreyndir málsins eru þær að í lögbundnu umsagnarferli komu fram sterk rök fyrir því að sex af 84 virkjunarkostum sem skoðaðir hafa verið síðan 1999 þyrfti að skoða betur. Þær ábendingar áttu allar sammerkt að fela í sér nýjar upplýsingar sem ekki hafði verið fjallað um í faghópunum áður. Sex virkjunarkostir voru því færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á meðan frekari upplýsinga er aflað. Er í raun og veru einhver sem getur verið ósammála því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun. Lærdómurinn sem við öll ættum að hafa dregið af hruninu er að vanda þurfi til verka þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir sem snerta almannahag og komandi kynslóðir. Það er og sjálfsögð og eðlileg krafa almennings að þeir sem hafa umboð til að taka ákvarðanir um okkar hag vandi til þeirra og taki upplýstar ákvarðanir. Einmitt þess vegna var ferli rammaáætlunar sett upp, til að ákveða hvað skuli að nýta og hvað skuli að vernda, þannig að ríkari sátt geti orðið um nýtingu og verndun. Þá getur þurft að sætta ólík sjónarmið og ganga bil beggja en það er til dæmis okkar mat að í okkar kjördæmi sé of langt gengið í virkjunaráformum. Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga étur nú hver virkjunarsinninn eftir öðrum að ferli rammaáætlunar sé úr lagi gengið. Búið sé að ónýta faglegt ferli og hinir óskynsömu pólitíkusar hafi nú eyðilagt þetta mál eins og þeir hafa eyðilagt flest önnur. Þannig eru hin og þessi rök tínd til því til staðfestingar að góðri og faglegri vinnu hafi verið umturnað á síðustu metrunum. Skoðum það nánar Verkefnahópar skoðuðu 84 virkjunarhugmyndir og af þeim voru 66 hugmyndir metnar af öllum faghópunum. Í 18 tilvikum var ekki hægt að ljúka mati vegna skorts á gögnum eða þau bárust svo seint að ekki vannst tími til að nýta þau í mati. Af þessum 84 hafa 14 virkjanir nú þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og ein þeirra, Búðarhálsvirkjun er nú þegar í byggingu. Í nokkrum ám eru lagðar fram fleiri en ein veitu- eða virkjunarhugmynd þar sem ein útilokar aðra. Þannig er ástatt um 7 virkjunarhugmyndir. Sá þáttur sem virðist hafa eyðilagt 16 ára vinnu við rammaáætlun og spillt bæði ferli og niðurstöðum byggist á umsögnum frá næstum 400 aðilum sem fólu í sér ýmiss konar leiðbeiningar, ábendingar og athugasemdir. Þegar farið var yfir umsagnirnar kom í ljós að tveir kostir féllu út af tæknilegum ástæðum. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrir utan leiðréttingarnar tvær er tillagan samhljóða drögunum um 61 kost, en lagt er til að sex kostir á tveimur svæðum fari í biðflokk meðan aflað er um þá frekari upplýsinga. Staðreyndir málsins eru þær að í lögbundnu umsagnarferli komu fram sterk rök fyrir því að sex af 84 virkjunarkostum sem skoðaðir hafa verið síðan 1999 þyrfti að skoða betur. Þær ábendingar áttu allar sammerkt að fela í sér nýjar upplýsingar sem ekki hafði verið fjallað um í faghópunum áður. Sex virkjunarkostir voru því færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á meðan frekari upplýsinga er aflað. Er í raun og veru einhver sem getur verið ósammála því?
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun