„Hart í bak“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. desember 2012 06:00 Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfendur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkapteininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir samfellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn” aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var einfaldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkapteinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðarskútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslendinga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfendur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkapteininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir samfellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn” aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var einfaldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkapteinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðarskútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslendinga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun