Ert þú barnið mitt? Helga Vala Helgadótttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun