Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.Sýnidæmi í norðri Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis sem kynntar voru fyrir skömmu eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára. Hlýnunin á norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.Ísland tekur fullan þátt Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. Enn fremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífsstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda. Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta. Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, eins og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.Sýnidæmi í norðri Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis sem kynntar voru fyrir skömmu eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára. Hlýnunin á norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.Ísland tekur fullan þátt Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. Enn fremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífsstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda. Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta. Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, eins og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar