Ekkert hafa þeir lært Gunnar Karlsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun