Milljarður í gjaldeyri á Iceland Airwaves Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. nóvember 2012 09:00 Erlendum gestum á Iceland Airwaves fjölgaði úr 2.800 árið 2011 í rúmlega 4.000 í ár. Þeir voru meirihluti hátíðargesta í ár. Fréttablaðið/Valli Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm
Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira