Bændur mótmæla afstöðu í ESB-viðræðum 23. nóvember 2012 06:00 Landbúnaður Bændasamtökin vilja að Ísland krefjist þess að tollar verði áfram lagðir á landbúnaðarvörur frá ESB í aðildarviðræðum. Aðrir hagsmunaaðilar telja það óraunhæft með öllu.Fréttablaðið/Stefán Fulltrúar Bændasamtakanna gengu nýverið út af fundi starfshóps sem ætlað er að móta samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB). Ástæðan er sú að Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og formaður starfshópsins, lýsti því yfir á fundinum að í samningsafstöðu Íslands yrði ekki krafist áframhaldandi tollverndar fyrir landbúnaðarvörur frá ríkjum ESB. Bændasamtökin hafa áður kynnt svokallaðar varnarlínur sínar í tengslum við viðræðurnar, en ein þeirra er að áframhaldandi tollvernd verði tryggð. Frá þessu var greint á vefsíðu Neytendasamtakanna sem eiga sömuleiðis fulltrúa í starfshópnum. Gagnrýna samtökin fulltrúa bænda fyrir gjörninginn og benda á að Bændasamtökin verði að gera sér grein fyrir því að þau séu ekki einráð þegar komi að samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum. Þannig verði einnig að gæta að hagsmunum neytenda, sem og annarra hagsmunaaðila. Þá segja Neytendasamtökin alveg ljóst að krafa um áframhaldandi tollvernd landbúnaðarvara sé með öllu óraunhæf. Hins vegar sé líklega hægt að koma til móts við sérstakar aðstæður íslensks landbúnaðar á annan hátt, svo sem með beinum stuðningi úr landbúnaðarsjóði ESB og ríkissjóði Íslands.- mþl Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Fulltrúar Bændasamtakanna gengu nýverið út af fundi starfshóps sem ætlað er að móta samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB). Ástæðan er sú að Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og formaður starfshópsins, lýsti því yfir á fundinum að í samningsafstöðu Íslands yrði ekki krafist áframhaldandi tollverndar fyrir landbúnaðarvörur frá ríkjum ESB. Bændasamtökin hafa áður kynnt svokallaðar varnarlínur sínar í tengslum við viðræðurnar, en ein þeirra er að áframhaldandi tollvernd verði tryggð. Frá þessu var greint á vefsíðu Neytendasamtakanna sem eiga sömuleiðis fulltrúa í starfshópnum. Gagnrýna samtökin fulltrúa bænda fyrir gjörninginn og benda á að Bændasamtökin verði að gera sér grein fyrir því að þau séu ekki einráð þegar komi að samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum. Þannig verði einnig að gæta að hagsmunum neytenda, sem og annarra hagsmunaaðila. Þá segja Neytendasamtökin alveg ljóst að krafa um áframhaldandi tollvernd landbúnaðarvara sé með öllu óraunhæf. Hins vegar sé líklega hægt að koma til móts við sérstakar aðstæður íslensks landbúnaðar á annan hátt, svo sem með beinum stuðningi úr landbúnaðarsjóði ESB og ríkissjóði Íslands.- mþl
Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira