Gögn hækka bætur til þolenda ofbeldis sunna@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Rannsóknin nær til allra kynferðisbrotadóma gegn börnum á tímabilinu 2002 til febrúar 2012 þar sem sakborningur var sakfelldur. Dómarnir eru sjötíu talsins og þolendurnir 126. Verkefnið er hluti af BA-ritgerð Snædísar Óskar Sigurjónsdóttur við Háskólann í Reykjavík (HR). Í 63% málanna var bótakrafa studd með sérfræðigögnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um rannsóknina í grein sinni „Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð miskabóta til þolenda kynferðisbrota í æsku". Þar segir að allir brotaþolarnir hafi gert kröfu um miskabætur og fengu þeir allir dæmdar bætur. Langalgengast er að Hæstiréttur fallist á minna en helming, eða á bilinu 21 til 40%, þeirrar upphæðar bótakröfu sem farið er fram á fyrir dómi. Þá sýnir rannsókn Snædísar fram á að eftir því sem fleiri sérfræðigögn eru lögð fram í málinu, þeim mun meiri líkur eru á að upphæð miskabóta verði hærri. Einnig kom í ljós að eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun algengara er að sérfræðigögn fylgi með. Svala segir í niðurstöðukafla greinar sinnar að þessi niðurstaða ætti að verða réttargæslumönnum brotaþola í kynferðisbrotamálum veruleg hvatning til að vanda til verka við undirbúning og rökstuðning slíkrar kröfu. Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Rannsóknin nær til allra kynferðisbrotadóma gegn börnum á tímabilinu 2002 til febrúar 2012 þar sem sakborningur var sakfelldur. Dómarnir eru sjötíu talsins og þolendurnir 126. Verkefnið er hluti af BA-ritgerð Snædísar Óskar Sigurjónsdóttur við Háskólann í Reykjavík (HR). Í 63% málanna var bótakrafa studd með sérfræðigögnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um rannsóknina í grein sinni „Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð miskabóta til þolenda kynferðisbrota í æsku". Þar segir að allir brotaþolarnir hafi gert kröfu um miskabætur og fengu þeir allir dæmdar bætur. Langalgengast er að Hæstiréttur fallist á minna en helming, eða á bilinu 21 til 40%, þeirrar upphæðar bótakröfu sem farið er fram á fyrir dómi. Þá sýnir rannsókn Snædísar fram á að eftir því sem fleiri sérfræðigögn eru lögð fram í málinu, þeim mun meiri líkur eru á að upphæð miskabóta verði hærri. Einnig kom í ljós að eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun algengara er að sérfræðigögn fylgi með. Svala segir í niðurstöðukafla greinar sinnar að þessi niðurstaða ætti að verða réttargæslumönnum brotaþola í kynferðisbrotamálum veruleg hvatning til að vanda til verka við undirbúning og rökstuðning slíkrar kröfu.
Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira