Ræða lagasetningu vegna lánsveða lífeyrissjóðanna - Fréttaskýring kolbeinn@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 húsnæði Mikið af lánum lífeyrissjóðanna er með lánsveðum í annarra eignum. Viðræður við ríkisstjórnina um lausn á deilunni hafa engu skilað.fréttablaðið/vilhelm Deilan á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda um aðkomu sjóðanna að sértækum aðgerðum fyrir skuldara og fjárfestingum í kjölfar hrunsins hefur siglt í strand. Ríkisstjórnin ræðir málið á fundi sínum í dag, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnkerfisins séu nú allar leiðir skoðaðar; þar með talið að setja lög á sjóðina. Upphaf deilunnar má rekja til viljayfirlýsingar ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og fjármálastofnana frá desember 2010. Þar var tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna og sagt að heildarumfangið yrði yfir 100 milljarðar króna. Viðræður um hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna yrði háttað sigldu hins vegar í strand. Sjóðirnir sögðust ekki geta, vegna laga, fellt niður innheimtanlegar kröfur og væri því óheimilt að koma að skuldaaðlögun. Þá fóru í gang viðræður um þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum verkefnum, en lítið hefur orðið úr þeim. Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tekið þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann segir að þegar samið var við fjármálaráðuneytið 8. febrúar, um þátttöku í gjaldeyrisútboði, hafi sjóðirnir litið svo á að þeir hefðu uppfyllt sitt. Fella ætti sérstakan skatt á lífeyrissjóðina, sem skila átti 2,8 milljörðum, niður vegna útboðanna. „Það lá fyrir að helmingurinn af upphæðinni var strax í gjaldeyrisútboði viku síðar, eða 15. febrúar, það voru yfir 100 milljónir evra. Búið var að reikna út hagnað ríkisins af þeim viðskiptum og bara þau viðskipti áttu að duga til að klára annað árið," segir hann, og vísar þar til 2,8 milljarða sem útboðið átti að skila í ríkissjóð. Í ljós hafi hins vegar komið að hagnaður ríkisins var mun lægri en reiknað hafi verið með. Þau mistök séu ekki sjóðunum að kenna og því sé fráleitt að standa ekki við samkomulagið um að fella skattinn niður bæði árin. Arnar segir að í viljayfirlýsingunni frá 2010 sé kveðið á um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fjármögnun. Reynt hafi verið að finna leiðir til þess, en það ekki tekist. Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Sjá meira
Deilan á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda um aðkomu sjóðanna að sértækum aðgerðum fyrir skuldara og fjárfestingum í kjölfar hrunsins hefur siglt í strand. Ríkisstjórnin ræðir málið á fundi sínum í dag, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnkerfisins séu nú allar leiðir skoðaðar; þar með talið að setja lög á sjóðina. Upphaf deilunnar má rekja til viljayfirlýsingar ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og fjármálastofnana frá desember 2010. Þar var tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna og sagt að heildarumfangið yrði yfir 100 milljarðar króna. Viðræður um hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna yrði háttað sigldu hins vegar í strand. Sjóðirnir sögðust ekki geta, vegna laga, fellt niður innheimtanlegar kröfur og væri því óheimilt að koma að skuldaaðlögun. Þá fóru í gang viðræður um þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum verkefnum, en lítið hefur orðið úr þeim. Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tekið þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann segir að þegar samið var við fjármálaráðuneytið 8. febrúar, um þátttöku í gjaldeyrisútboði, hafi sjóðirnir litið svo á að þeir hefðu uppfyllt sitt. Fella ætti sérstakan skatt á lífeyrissjóðina, sem skila átti 2,8 milljörðum, niður vegna útboðanna. „Það lá fyrir að helmingurinn af upphæðinni var strax í gjaldeyrisútboði viku síðar, eða 15. febrúar, það voru yfir 100 milljónir evra. Búið var að reikna út hagnað ríkisins af þeim viðskiptum og bara þau viðskipti áttu að duga til að klára annað árið," segir hann, og vísar þar til 2,8 milljarða sem útboðið átti að skila í ríkissjóð. Í ljós hafi hins vegar komið að hagnaður ríkisins var mun lægri en reiknað hafi verið með. Þau mistök séu ekki sjóðunum að kenna og því sé fráleitt að standa ekki við samkomulagið um að fella skattinn niður bæði árin. Arnar segir að í viljayfirlýsingunni frá 2010 sé kveðið á um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fjármögnun. Reynt hafi verið að finna leiðir til þess, en það ekki tekist.
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Sjá meira