Gelding grísa án deyfingar loks færð í lög Guðný Nielsen skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði. Frumvarp til laga um velferð dýra var lagt fram á Alþingi 25. október síðastliðinn og gekk það samdægurs til atvinnuveganefndar. Drög að frumvarpinu eru heldur eldri og fólu þau í sér skýrt bann við geldingu dýra án deyfingar. Nú hefur þrýstingur hagsmunahópa náð að knýja fram breytingar og gerir núverandi frumvarp ráð fyrir heimild til geldingar grísa, yngri en vikugamalla, án deyfingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verkjastillandi lyfjagjöf, en gelding er sársaukafull aðgerð og lyfjagjöf ein og sér kemur aldrei í stað fyrir deyfingu. Í núgildandi lögum um dýravernd er kveðið á um að dýr skuli ávallt deyfð eða svæfð við sársaukafulla aðgerð. Hins vegar hefur undanþága í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína hingað til gert svínaræktendum kleift að gelda grísi, yngri en sjö daga gamalla, án deyfingar. Þetta er gert til hagræðingar fyrir eigendur svínabúa því það er kostnaðarsamt að kalla til dýralækni til þess að framkvæma deyfingu á hundruðum grísa. Grísirnir þjást við geldingu hvort sem þeir eru þriggja, sjö eða fimmtán daga gamlir. Verði framangreint frumvarp um velferð dýra að lögum verður heimildin til að framkvæma þessa sársaukafullu aðgerð án allrar deyfingar loks færð í lög. Með því yrði stigið stórt skref aftur á bak í velferðarmálum dýra. Það er með öllu ótækt að þetta skuli heimilað með lögum sem tryggja eiga velferð dýra á Íslandi. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að svo verði ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði. Frumvarp til laga um velferð dýra var lagt fram á Alþingi 25. október síðastliðinn og gekk það samdægurs til atvinnuveganefndar. Drög að frumvarpinu eru heldur eldri og fólu þau í sér skýrt bann við geldingu dýra án deyfingar. Nú hefur þrýstingur hagsmunahópa náð að knýja fram breytingar og gerir núverandi frumvarp ráð fyrir heimild til geldingar grísa, yngri en vikugamalla, án deyfingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verkjastillandi lyfjagjöf, en gelding er sársaukafull aðgerð og lyfjagjöf ein og sér kemur aldrei í stað fyrir deyfingu. Í núgildandi lögum um dýravernd er kveðið á um að dýr skuli ávallt deyfð eða svæfð við sársaukafulla aðgerð. Hins vegar hefur undanþága í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína hingað til gert svínaræktendum kleift að gelda grísi, yngri en sjö daga gamalla, án deyfingar. Þetta er gert til hagræðingar fyrir eigendur svínabúa því það er kostnaðarsamt að kalla til dýralækni til þess að framkvæma deyfingu á hundruðum grísa. Grísirnir þjást við geldingu hvort sem þeir eru þriggja, sjö eða fimmtán daga gamlir. Verði framangreint frumvarp um velferð dýra að lögum verður heimildin til að framkvæma þessa sársaukafullu aðgerð án allrar deyfingar loks færð í lög. Með því yrði stigið stórt skref aftur á bak í velferðarmálum dýra. Það er með öllu ótækt að þetta skuli heimilað með lögum sem tryggja eiga velferð dýra á Íslandi. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að svo verði ekki.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun