Um þjónustu við börn Sóley Tómasdóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónustan er þó ekki á forræði hins opinbera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveðinn ramma og hafa með henni eftirlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðarsamfélagi. Hún er sá hluti þjónustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkostir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurnar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitarfélög þá ábyrgð að tryggja opinbera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónustan er þó ekki á forræði hins opinbera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveðinn ramma og hafa með henni eftirlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðarsamfélagi. Hún er sá hluti þjónustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkostir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurnar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitarfélög þá ábyrgð að tryggja opinbera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar