Burt með fjárfesta og ferðamenn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Erlendur fjárfestir brá ljósi á þessa mótsagnakenndu stefnu í grein í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar skrifaði Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóri og eigandi RAC Skandinavia, um „einkennilega reynslu sína“ af að vera fjárfestir á Íslandi. RAC keypti ráðandi hlut í Alp hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja mikla áherzlu á ferðaþjónustu, hafi forsendurnar þótt hagstæðar. Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára samkvæmt lögum um gjaldeyrisútboð. Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferðaþjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa, þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka ætti vörugjöld á bílaleigubíla. „Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónustunnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum. Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að ferðamenn dreifist síður um landið. Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja að rekstrarskilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og að reynt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, innlenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Erlendur fjárfestir brá ljósi á þessa mótsagnakenndu stefnu í grein í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar skrifaði Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóri og eigandi RAC Skandinavia, um „einkennilega reynslu sína“ af að vera fjárfestir á Íslandi. RAC keypti ráðandi hlut í Alp hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja mikla áherzlu á ferðaþjónustu, hafi forsendurnar þótt hagstæðar. Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára samkvæmt lögum um gjaldeyrisútboð. Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferðaþjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa, þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka ætti vörugjöld á bílaleigubíla. „Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónustunnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum. Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að ferðamenn dreifist síður um landið. Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja að rekstrarskilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og að reynt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, innlenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar