Árangur ríkissjóðs – frá vöxtum í velferð Katrín Júlíusdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú er á sínu fjórða ári, hóf sína vegferð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og færustu hagfræðinga Íslands. Hún valdi í samræmi við pólitískar hugsjónir jafnaðarmanna blandaða leið sem reynst hefur farsæl. Nauðsynlegt var að skera niður ríkisútgjöld. Við eyddum meira en við öfluðum. Um leið voru skattar hækkaðir á þeim sem höfðu bak til að bera auknar byrðar. Þeim var hlíft eftir mætti sem höllum fæti stóðu. Þá var reynt að halda uppi kaupmætti lágtekju- og millitekjufólks þannig að heildareftirspurn í hagkerfinu legði grunn að hagvexti. Þessi stefna hefur gengið upp. Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan víða annars staðar, þar sem kreppan hefur verið látin bitna á almenningi, er viðvarandi samdráttur. Við erum á réttri leið með því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs sem hlutfall af framleiðslu landsins af vöru og þjónustu (VLF). Það er mikilvægt. Staða Íslands er þó enn mjög alvarleg. Heildarskuldir munu nema í lok árs um 1.497 milljörðum króna sem er um 85% af VLF og hafa lækkað um 5% frá fyrra ári. Kostnaður af lántöku til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, gjaldið fyrir endurreisn fjármálakerfisins og veiking skattstofna ríkisins hafa leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið er hins vegar á hreina skuldastöðu ríkissjóðs Íslands, en þar er tekið mið af veittum lánum, kröfum ríkissjóðs, handbæru fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er áætlað að hún nemi 794 milljörðum króna í lok þessa árs sem jafngildir um 45% af VLF. Hvernig sem litið er á málin verðum við að gæta ítrustu varúðar í útgjöldum þótt rofað hafi til. Við verðum að temja okkur aðhaldssemi og varkárni í ráðstöfun opinbers fjár. Nú er okkur að takast að loka fjárlagagatinu sem skall á okkur eftir hrun, svo við getum farið að greiða niður skuldir og breyta alltof háum vaxtagreiðslum í velferð. Við þurfum að sameinast um það sem er nauðsynlegt eins og tækjakaup til Landspítalans og fjórðungssjúkrahúsa sem varðar þjóðarhag, en láta annað bíða betri tíma. Samanburður á milli ríkja sýnir að ábyrgð er mest í fjármálastjórn hins opinbera þar sem jafnaðarmenn hafa haft langvarandi ítök. Norðurlöndin eru meðal stöðugustu og samkeppnishæfustu ríkja heims. Í þeirra hópi eigum við að vera. Við tökum mið af þeim og hvikum ekki frá norrænni velferðarstefnu í stjórn fjármála ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú er á sínu fjórða ári, hóf sína vegferð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og færustu hagfræðinga Íslands. Hún valdi í samræmi við pólitískar hugsjónir jafnaðarmanna blandaða leið sem reynst hefur farsæl. Nauðsynlegt var að skera niður ríkisútgjöld. Við eyddum meira en við öfluðum. Um leið voru skattar hækkaðir á þeim sem höfðu bak til að bera auknar byrðar. Þeim var hlíft eftir mætti sem höllum fæti stóðu. Þá var reynt að halda uppi kaupmætti lágtekju- og millitekjufólks þannig að heildareftirspurn í hagkerfinu legði grunn að hagvexti. Þessi stefna hefur gengið upp. Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan víða annars staðar, þar sem kreppan hefur verið látin bitna á almenningi, er viðvarandi samdráttur. Við erum á réttri leið með því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs sem hlutfall af framleiðslu landsins af vöru og þjónustu (VLF). Það er mikilvægt. Staða Íslands er þó enn mjög alvarleg. Heildarskuldir munu nema í lok árs um 1.497 milljörðum króna sem er um 85% af VLF og hafa lækkað um 5% frá fyrra ári. Kostnaður af lántöku til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, gjaldið fyrir endurreisn fjármálakerfisins og veiking skattstofna ríkisins hafa leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið er hins vegar á hreina skuldastöðu ríkissjóðs Íslands, en þar er tekið mið af veittum lánum, kröfum ríkissjóðs, handbæru fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er áætlað að hún nemi 794 milljörðum króna í lok þessa árs sem jafngildir um 45% af VLF. Hvernig sem litið er á málin verðum við að gæta ítrustu varúðar í útgjöldum þótt rofað hafi til. Við verðum að temja okkur aðhaldssemi og varkárni í ráðstöfun opinbers fjár. Nú er okkur að takast að loka fjárlagagatinu sem skall á okkur eftir hrun, svo við getum farið að greiða niður skuldir og breyta alltof háum vaxtagreiðslum í velferð. Við þurfum að sameinast um það sem er nauðsynlegt eins og tækjakaup til Landspítalans og fjórðungssjúkrahúsa sem varðar þjóðarhag, en láta annað bíða betri tíma. Samanburður á milli ríkja sýnir að ábyrgð er mest í fjármálastjórn hins opinbera þar sem jafnaðarmenn hafa haft langvarandi ítök. Norðurlöndin eru meðal stöðugustu og samkeppnishæfustu ríkja heims. Í þeirra hópi eigum við að vera. Við tökum mið af þeim og hvikum ekki frá norrænni velferðarstefnu í stjórn fjármála ríkisins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun