Tuttugu milljarða hagnaður frá árinu 2009 Þórður skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Samherji keypti Útgerðarfélag Akureyrar af Brimi í fyrra fyrir 16,6 milljarða króna. Hér sjást Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims, greina starfsfólki frá breytingunum í fyrravor.fréttablaðið/heiða Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæðan um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúmlega 60 prósent af starfsemi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunnar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 milljónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukning er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 milljarða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunnar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir samtals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Samherja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmálar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Samherja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæðan um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúmlega 60 prósent af starfsemi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunnar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 milljónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukning er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 milljarða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunnar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir samtals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Samherja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmálar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Samherja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00