Ekki flökkusaga? 27. október 2012 06:00 Stutt svar til Sigurðar Pálssonar vegna greinar hér 23. október. Ég sagði í Silfri Egils að þetta tal um að íslenska þjóðkirkjan stæðist Mannréttindasáttmála Evrópu líktist flökkusögu – þetta væri sífellt endurtekið en enginn gæti bent á haldbær rök eða upplýsingar málinu til stuðnings. Það stendur enn, þau dæmi sem nefnd hafa verið síðan hafa ekkert með íslensku þjóðkirkjuna að gera og virðast styrkja þá skoðun að hún standist ekki sáttmálann, ef eitthvað er. Sigurður segir að einfalt sé að láta reyna á þetta. Það er auðvitað ekki rétt. Það kostar vinnu, tíma og peninga – nokkuð sem við sem ekki erum á ríkisspenanum með trúar- eða lífsskoðanir höfum í takmörkuðum mæli. Þetta er reyndar algeng aðferð kirkjunnar og í takt við barnalega hundalógíkina hjá einum þjóðkirkjuprestinum sem notar gjarnan „þið getið ekki sannað að guð sé ekki til" rökleysuna þegar hann er kominn út í horn. Þegar kirkjan heldur því fram í umræðum um fyrirkomulag þjóðkirkju á Íslandi að það fyrirkomulag standist mannréttindaákvæði samkvæmt úrskurði mannréttindadómstólsins…þá stendur upp á kirkjuna að sýna fram á að þessi fullyrðing standist. Það er ekki hlutverk okkar hinna að leggja í vinnu við að afsanna. Á meðan kirkjan getur þetta ekki, þá lít ég á þetta sem flökkusögu. Ég er búinn að svara þessu um sóknargjöldin, þau standast ekki skoðun sem félagsgjöld hversu oft sem þær rangfærslur eru endurteknar og hvað sem nefnd innanríkisráðuneytisins segir. Ef þetta er sú nefnd sem ég held, þá var hún að miklu leyti skipuð prestum. Þá breytir engu þó Siðmennt fái hugsanlega skráningu sem trúfélag, eftir standa þeir sem vilja vera utan félaga og þurfa samt að greiða sinn skatt. Sigurður segir að það sé við ríkið en ekki trúfélög að sakast ef ríkið innheimtir skatt af öllum. Það er rétt, en það er jafn mikið óréttlæti fyrir því. Kirkjan er á fjárlögum íslenska ríkisins, blaðsíðu 89 fyrir 2012, liður „06-701 Þjóðkirkjan", með öðrum ríkisstofnunum. Og um presta gilda lög og reglur um opinbera starfsmenn. Þetta er því ríkiskirkja. Svo því sé haldið til haga þá var ég alls ekki að saka Sigurð um að styðja mannréttindabrot, skil ekki hvernig hann fær það út og staðfesti hér að það var ekki ætlunin. Dómurinn sem hann vísar til fjallar einfaldlega um allt annað mál en þjóðkirkju og nefnir það nánast í framhjáhlaupi. Sigurður hélt því fram í fyrri grein sinni að það væri sameiginlegur skilningur ríkis og kirkju að kirkjan væri ekki ríkisrekin og styður þá fullyrðingu í þeirri seinni að hluti af greiðslum sé „afgjald" af jörðum sem ríkið tók yfir. Þetta er einfaldlega sitt hvor hluturinn, jafnvel þeir sem samþykkja þennan sameiginlega (mis)skilning með jarðirnar geta hæglega litið á heildarpakkann sem ríkisrekstur. Sigurður segir að mér verði hált á svellinu þegar ég vísi til fréttar blaðsins um hlunnindi presta. Ég vísa hvergi í þessa frétt, enda sendi ég greinina inn daginn áður en fréttin birtist. Ég var að vísa í deilur prests um hlunnindi af jörð sem kirkjan átti og á víst sennilega enn. Minn misskilningur og sjálfsagt að leiðrétta. Það er hins vegar fróðlegt að sjá presta hafa hlunnindi af kirkjujörðum á sama tíma og þeir tala um mikil verðmæti og mikinn arð þeirra jarða sem ríkið yfirtók. Getur verið að kirkjan hafi haldið bestu bitunum og látið ríkið hirða afganginn? En ég læt þetta nægja hér í Fréttablaðinu. Kannski er óhjákvæmilegt að safna liði og fara með þetta mál til Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Stutt svar til Sigurðar Pálssonar vegna greinar hér 23. október. Ég sagði í Silfri Egils að þetta tal um að íslenska þjóðkirkjan stæðist Mannréttindasáttmála Evrópu líktist flökkusögu – þetta væri sífellt endurtekið en enginn gæti bent á haldbær rök eða upplýsingar málinu til stuðnings. Það stendur enn, þau dæmi sem nefnd hafa verið síðan hafa ekkert með íslensku þjóðkirkjuna að gera og virðast styrkja þá skoðun að hún standist ekki sáttmálann, ef eitthvað er. Sigurður segir að einfalt sé að láta reyna á þetta. Það er auðvitað ekki rétt. Það kostar vinnu, tíma og peninga – nokkuð sem við sem ekki erum á ríkisspenanum með trúar- eða lífsskoðanir höfum í takmörkuðum mæli. Þetta er reyndar algeng aðferð kirkjunnar og í takt við barnalega hundalógíkina hjá einum þjóðkirkjuprestinum sem notar gjarnan „þið getið ekki sannað að guð sé ekki til" rökleysuna þegar hann er kominn út í horn. Þegar kirkjan heldur því fram í umræðum um fyrirkomulag þjóðkirkju á Íslandi að það fyrirkomulag standist mannréttindaákvæði samkvæmt úrskurði mannréttindadómstólsins…þá stendur upp á kirkjuna að sýna fram á að þessi fullyrðing standist. Það er ekki hlutverk okkar hinna að leggja í vinnu við að afsanna. Á meðan kirkjan getur þetta ekki, þá lít ég á þetta sem flökkusögu. Ég er búinn að svara þessu um sóknargjöldin, þau standast ekki skoðun sem félagsgjöld hversu oft sem þær rangfærslur eru endurteknar og hvað sem nefnd innanríkisráðuneytisins segir. Ef þetta er sú nefnd sem ég held, þá var hún að miklu leyti skipuð prestum. Þá breytir engu þó Siðmennt fái hugsanlega skráningu sem trúfélag, eftir standa þeir sem vilja vera utan félaga og þurfa samt að greiða sinn skatt. Sigurður segir að það sé við ríkið en ekki trúfélög að sakast ef ríkið innheimtir skatt af öllum. Það er rétt, en það er jafn mikið óréttlæti fyrir því. Kirkjan er á fjárlögum íslenska ríkisins, blaðsíðu 89 fyrir 2012, liður „06-701 Þjóðkirkjan", með öðrum ríkisstofnunum. Og um presta gilda lög og reglur um opinbera starfsmenn. Þetta er því ríkiskirkja. Svo því sé haldið til haga þá var ég alls ekki að saka Sigurð um að styðja mannréttindabrot, skil ekki hvernig hann fær það út og staðfesti hér að það var ekki ætlunin. Dómurinn sem hann vísar til fjallar einfaldlega um allt annað mál en þjóðkirkju og nefnir það nánast í framhjáhlaupi. Sigurður hélt því fram í fyrri grein sinni að það væri sameiginlegur skilningur ríkis og kirkju að kirkjan væri ekki ríkisrekin og styður þá fullyrðingu í þeirri seinni að hluti af greiðslum sé „afgjald" af jörðum sem ríkið tók yfir. Þetta er einfaldlega sitt hvor hluturinn, jafnvel þeir sem samþykkja þennan sameiginlega (mis)skilning með jarðirnar geta hæglega litið á heildarpakkann sem ríkisrekstur. Sigurður segir að mér verði hált á svellinu þegar ég vísi til fréttar blaðsins um hlunnindi presta. Ég vísa hvergi í þessa frétt, enda sendi ég greinina inn daginn áður en fréttin birtist. Ég var að vísa í deilur prests um hlunnindi af jörð sem kirkjan átti og á víst sennilega enn. Minn misskilningur og sjálfsagt að leiðrétta. Það er hins vegar fróðlegt að sjá presta hafa hlunnindi af kirkjujörðum á sama tíma og þeir tala um mikil verðmæti og mikinn arð þeirra jarða sem ríkið yfirtók. Getur verið að kirkjan hafi haldið bestu bitunum og látið ríkið hirða afganginn? En ég læt þetta nægja hér í Fréttablaðinu. Kannski er óhjákvæmilegt að safna liði og fara með þetta mál til Evrópu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun