Hvað með Feneyjaskrána? 25. október 2012 06:00 Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun